Áhrifin í hnotskurn

Stend í rekstri fyrirtækis.  Nú bíða tilbúnar vörur viðskiptavina minna í verksmiðju erlendis.  Get ekki greitt því gjaldeyrinn vantar - og á hvaða verði skyldi maður nú fá blessaða EVRUNA fyrir ónýtar krónur þegar loksins má flytja vörurnar frá verksmiðju.  Það leið ekki meira en dagur eftir áras bretapunganna á Kaupþing að birginn krafðist staðgreiðslu allra vara frá verksmiðju.  Heitir kúnnar hættu við, viðskipti töpuðust.  Flott fyrirtæki hvað varðar þjónustu og markaðssetningu varð fyrir áfalli og spurning hvað verður.  Kollegar mínir margir eru að minnka verslanir og þar með fastan kostnað til að "lifa af".  Það er allt í lagi að taka til í rekstrinum - en sárt er að honum sé rústað eftir áralanga uppbyggingu og mikla vinnu.  Viðskiptatækifæri í danaveldi voru í deiglunni - horfin.  Svona virkar þetta......í hnotskurn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband