Byltingarráð Íslands

Nú þarf að hreinsa til.  Davíð Oddsson þarf að fara í langt frí og koma helst aldrei úr því aftur og að sjálfsögðu allir stjórnendur Seðlabanka Íslands.  Hvað er með þennan Sjálfstæðisflokk.  Er enginn sem þorir að taka ákvarðanir nema bera þær undir Davíð áður?  Af hverju eru kjörin í svona mannfáu landi svona rosalega misskipt.  Af hverju geta bankar orðið svona stórir án þess að nokkur í stjórnkerfinu fatti.  Déskoti eru menn síðan lengi að græja málin eftir að allt hefur farið í rúst.  Kunna þeir ekkert fyrir sér í því sem þeir taka sér fyrir hendur eða hentar þeim bara að hafa þetta svona.  Enginn gjaldeyrir fæst nú til að leysa út vörur og farseðla til útlanda þarf til að fá skammtað í nös.  Hvar eru "snjöllu" bankastrákarnir - og stelpurnar - er ekki hægt að nota þau í að laga til fyrir ríkið, ráða það strax og koma málum í lag.  Erum við að tala um að fleiri hundruð fyrirtæki fari í gjaldþrot með atvinnuleysi í kjölfarið.  Hvað á ég þá að gera, ég hefði enga vinnu, ég get ekki borgað reikningana af húsinu, bílnum og hundabúrinu.  Maður getur ekki einu sinni farið út að borða í Perlunni og hitt svona fínt lið einsog Davíð og hans kóna.  Pottþétt ekki á fínni staði eins og 101 til að sjá Jón Ásgeir og þotuliðið og fyrrverandi borgarstjóra - sem virðist alltaf hanga í rassgatinu á ríka liðinu með gömlu borgarstjórakeðjuna um hálsinn.  Ok - mar hefur bara grjónagraut í alla mata og Bónusbrauð með Krónusmjöri.  Svo fer maður bara að vinna svart við hliðina á Pólverjunum og Litháunum.  Helgarferðir til London færi maður ekki nema að segja að maður væri frá Póllandi en ekki Íslandi.   Er ekki hægt að stofna dótturfélag Íslands og veðsetja það upp í topp og hirða peninginn, selja síðan félagið á yfirtöku og kaupa það síðan aftur og svo koll af kolli.  Pálmi Haralds og Hannes Smára kunna svoleiðis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband