Boxið er bjútí!
19.10.2008 | 21:07
Ég hóf að iðka þá frábæru íþrótt box fyrir nokkrum vikum. Ástæðan var sú að ég var farinn að láta innibyrgða reiði hafa áhrifa á gjörðir mínar. Aldrei áður hafði ég fundið til þess að ég lét reiði mína bitna á dauðum hlutum eða vinum. Ekki skrítið að reiðin, sú ömurlega "persóna" láti á sér kræla eins og ástand mála hefur verið síðustu 10 mánuði. Kreppan kreppti alltaf meira og meira að þangað til að fólk var hætt að ná andanum. Hafði samband við box.is og sá frábæri meistari Villi hjá Boxfélaginu Æsi tók á móti mér og leiddi mig í gegnum mína fyrstu tíma. Seinna ætla ég í hringinn og láta til mín taka. Fitness box getur gefið manni mjög góða brennslu og alhliða líkamsþjálfun. Sértu í góðu formi er boxið líklega sú íþrótt sem þú getur reynt á þig að vild. Eftir um 6 vikur í boxinu er ég farinn að njóta tímanna og finn að ég er að ná árangri. Ég mæli með Fitness boxi hjá box.is fyrir þá sem vilja taka á því og láta sér líða vel lengi á eftir. Þú þarft ekki að berja neinn þó þú stundir boxið.....þvert á móti!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.