Er Geir búinn að kúga á sig?

Detti nú allar dauðar lýs af höfði mér.  Geir ætlar ekki að láta kúga á okkur.  Eitthvað sem hann er búinn að vera gera núna síðustu vikur - og hann segist samt ekki ætla láta kúga á okkur.  Hvað er að manninum.  Þegar hann er spurður af 85 ára gömlum elliheimilisbúa sem Geir heimsótti til að segja að þeir þyrftu ekki að kúga á sig meira hvort hann fengi ekki sparnaðinn sinn út úr Landsbankanum sem hann hafði lagt inn síðan hann var 14 ára - sagði Geir ekkert annað en að við þyrftum ekki að kúga á okkur meira.  Djöfull er búinn að drulla illa upp á bak.  Eða átti hann við að við myndum ekki láta kúga okkur......er drengurinn með heilann í nærbrókunum eða hvað - auðvitað er búið að vaaaaða yfir okkur á ég veit ekki hverju - varla skítugum skóm - djöfullinn hafi það þessir andskotar eru að klúðra þessu endanlega - peningar brenna upp á hverjum degi og fjölmargir horfa á gjaldþrot framundan.


mbl.is Við munum ekki láta kúga okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langar ykkur í aur?

Finnst ykkur að þeir sem eiga mesta peninga hérna eigi ekki að gefa okkur með sér.  Þeir eiga svo mikið að þeir geta jafnvel ekki eytt því þó þeir notuðu það sem eftir er ævi sinnar til þess.  Þessir sem áttu aurinn töpuðu nefnilega ekki jafn miklu og við erum mötuð á.  Nokkur hundruð milljarðar hér og þar og sérstaklega þar sem enginn getur náð í þá.   Haldið þið að þessir gæjar séu algjörir hálfvitar - þeir eiga nóg.  Við fáum ekki neitt nema skuldir og skuldir og síðan skuldir.  Venjulegt fólk sem vinnur fullan vinnudag, rekur lítið fyrirtæki eða hefur ofan af fyrir sér með vinnu jafnvel á fleiri en einum stað, fyllist bara ógeði á fréttum þess efnis að einn og annar peningamaðurinn sé að tapa milljörðum á milljarða ofan.  Ekki nóg með það að flestum fannst þessi peningamaskína sérkennileg, óréttlát og óskiljanleg áður en hún vann þennan skaða á þjóðfélaginu - heldur segir enginn neitt.  Það má vaða yfir okkur á skítugum skónum og við þegjum bara og segjum "rosaleg þessi kreppa mar".  Hvernig væri að gera eitthvað í því.  Fá nýja menn í brúnna - eftir hverjum andskotanum er verið að bíða.  Ef við værum í Kólumbíu eða enn blóðheitari stöðum væri búið að gera uppreisn og þurrka þessa gæja upp á snúru fyrir löngu síðan.  Út með núverandi stjórn Seðlabankans NÚNA og nýja ríkisstjórn fyrir helgi.

Byltingarráð Íslands

Nú þarf að hreinsa til.  Davíð Oddsson þarf að fara í langt frí og koma helst aldrei úr því aftur og að sjálfsögðu allir stjórnendur Seðlabanka Íslands.  Hvað er með þennan Sjálfstæðisflokk.  Er enginn sem þorir að taka ákvarðanir nema bera þær undir Davíð áður?  Af hverju eru kjörin í svona mannfáu landi svona rosalega misskipt.  Af hverju geta bankar orðið svona stórir án þess að nokkur í stjórnkerfinu fatti.  Déskoti eru menn síðan lengi að græja málin eftir að allt hefur farið í rúst.  Kunna þeir ekkert fyrir sér í því sem þeir taka sér fyrir hendur eða hentar þeim bara að hafa þetta svona.  Enginn gjaldeyrir fæst nú til að leysa út vörur og farseðla til útlanda þarf til að fá skammtað í nös.  Hvar eru "snjöllu" bankastrákarnir - og stelpurnar - er ekki hægt að nota þau í að laga til fyrir ríkið, ráða það strax og koma málum í lag.  Erum við að tala um að fleiri hundruð fyrirtæki fari í gjaldþrot með atvinnuleysi í kjölfarið.  Hvað á ég þá að gera, ég hefði enga vinnu, ég get ekki borgað reikningana af húsinu, bílnum og hundabúrinu.  Maður getur ekki einu sinni farið út að borða í Perlunni og hitt svona fínt lið einsog Davíð og hans kóna.  Pottþétt ekki á fínni staði eins og 101 til að sjá Jón Ásgeir og þotuliðið og fyrrverandi borgarstjóra - sem virðist alltaf hanga í rassgatinu á ríka liðinu með gömlu borgarstjórakeðjuna um hálsinn.  Ok - mar hefur bara grjónagraut í alla mata og Bónusbrauð með Krónusmjöri.  Svo fer maður bara að vinna svart við hliðina á Pólverjunum og Litháunum.  Helgarferðir til London færi maður ekki nema að segja að maður væri frá Póllandi en ekki Íslandi.   Er ekki hægt að stofna dótturfélag Íslands og veðsetja það upp í topp og hirða peninginn, selja síðan félagið á yfirtöku og kaupa það síðan aftur og svo koll af kolli.  Pálmi Haralds og Hannes Smára kunna svoleiðis.


Er þetta Björk?

eða amma hennar - hvernig getur konan gert sig svona hryglulega í útliti?
mbl.is Róttæk endurskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útlendir eða íslenskir

Asskoti er fólk nú vitlaust.  Er einhver munur á íslenskum eða erlendum höggum eða ofbeldi?  Nú á lögreglan bara að fara nota skotvopn og nota þau á þennan lýð - hvort sem hann er hérlendur eða erlendur....!


mbl.is Fólskuleg árás á lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhrifin í hnotskurn

Stend í rekstri fyrirtækis.  Nú bíða tilbúnar vörur viðskiptavina minna í verksmiðju erlendis.  Get ekki greitt því gjaldeyrinn vantar - og á hvaða verði skyldi maður nú fá blessaða EVRUNA fyrir ónýtar krónur þegar loksins má flytja vörurnar frá verksmiðju.  Það leið ekki meira en dagur eftir áras bretapunganna á Kaupþing að birginn krafðist staðgreiðslu allra vara frá verksmiðju.  Heitir kúnnar hættu við, viðskipti töpuðust.  Flott fyrirtæki hvað varðar þjónustu og markaðssetningu varð fyrir áfalli og spurning hvað verður.  Kollegar mínir margir eru að minnka verslanir og þar með fastan kostnað til að "lifa af".  Það er allt í lagi að taka til í rekstrinum - en sárt er að honum sé rústað eftir áralanga uppbyggingu og mikla vinnu.  Viðskiptatækifæri í danaveldi voru í deiglunni - horfin.  Svona virkar þetta......í hnotskurn!


Boxið er bjútí!

Ég hóf að iðka þá frábæru íþrótt box fyrir nokkrum vikum.  Ástæðan var sú að ég var farinn að láta innibyrgða reiði hafa áhrifa á gjörðir mínar.  Aldrei áður hafði ég fundið til þess að ég lét reiði mína bitna á dauðum hlutum eða vinum.  Ekki skrítið að reiðin, sú ömurlega "persóna" láti á sér kræla eins og ástand mála hefur verið síðustu 10 mánuði.  Kreppan kreppti alltaf meira og meira að þangað til að fólk var hætt að ná andanum.  Hafði samband við box.is og sá frábæri meistari Villi hjá Boxfélaginu Æsi tók á móti mér og leiddi mig í gegnum mína fyrstu tíma.  Seinna ætla ég í hringinn og láta til mín taka.  Fitness box getur gefið manni mjög góða brennslu og alhliða líkamsþjálfun.  Sértu í góðu formi er boxið líklega sú íþrótt sem þú getur reynt á þig að vild.  Eftir um 6 vikur í boxinu er ég farinn að njóta tímanna og finn að ég er að ná árangri.  Ég mæli með Fitness boxi hjá box.is fyrir þá sem vilja taka á því og láta sér líða vel lengi á eftir.  Þú þarft ekki að berja neinn þó þú stundir boxið.....þvert á móti!


Nú er nóg komið

Geir ber fullt traust til stjórnar Seðlabankans - enda ekki skrítið hann segir ekkert nema hafa leyfi Seðlabankans.  Annars er hann bara fúll við fréttamenn og veit ekkert hvað hann á að segja.  Hversvegna í andskotanum er ekki búið að leita til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins fyrr.  Spaugstofan sagði það sem segja þarf.  Er ekki skipstjórinn dauður með sokknu skipi sínu?  Blessuð verið þið - annars skil ég ekki rassgat í þessu bulli - þetta er gert flókið fyrir manni í fjölmiðlum og maður er mataður á hinu og þessu sem skiptir engu máli í þessu hrikalega máli sem kreppan er!


mbl.is Engin niðurstaða enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband