Langar ykkur í aur?

Finnst ykkur að þeir sem eiga mesta peninga hérna eigi ekki að gefa okkur með sér.  Þeir eiga svo mikið að þeir geta jafnvel ekki eytt því þó þeir notuðu það sem eftir er ævi sinnar til þess.  Þessir sem áttu aurinn töpuðu nefnilega ekki jafn miklu og við erum mötuð á.  Nokkur hundruð milljarðar hér og þar og sérstaklega þar sem enginn getur náð í þá.   Haldið þið að þessir gæjar séu algjörir hálfvitar - þeir eiga nóg.  Við fáum ekki neitt nema skuldir og skuldir og síðan skuldir.  Venjulegt fólk sem vinnur fullan vinnudag, rekur lítið fyrirtæki eða hefur ofan af fyrir sér með vinnu jafnvel á fleiri en einum stað, fyllist bara ógeði á fréttum þess efnis að einn og annar peningamaðurinn sé að tapa milljörðum á milljarða ofan.  Ekki nóg með það að flestum fannst þessi peningamaskína sérkennileg, óréttlát og óskiljanleg áður en hún vann þennan skaða á þjóðfélaginu - heldur segir enginn neitt.  Það má vaða yfir okkur á skítugum skónum og við þegjum bara og segjum "rosaleg þessi kreppa mar".  Hvernig væri að gera eitthvað í því.  Fá nýja menn í brúnna - eftir hverjum andskotanum er verið að bíða.  Ef við værum í Kólumbíu eða enn blóðheitari stöðum væri búið að gera uppreisn og þurrka þessa gæja upp á snúru fyrir löngu síðan.  Út með núverandi stjórn Seðlabankans NÚNA og nýja ríkisstjórn fyrir helgi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband